Saltaberg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Einnig er til samnefnt hús sem heitir eftir klettinum sem lýst er í þessari grein. Sjá Saltaberg.


Saltaberg er klettur sem stendur í Dalfjalli að sunnanverðu, fyrir ofan tjörnina í Herjólfsdal. Hann dregur nafn sitt frá útliti sínu, en hvítar rákir í klettinum minna á salt.

Kletturinn er grasi vaxinn að ofanverðu, og á honum hefur verið reist fánastöng sem notuð er á Þjóðhátíð og við ýmis önnur hátíðleg tilefni.