Saga Vestmannaeyja II./ Eftirmáli endurútgáfu

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2011 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2011 kl. 20:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Saga Vestmannaeyja II./ Eftirmáli endurútgáfu“ [edit=sysop:move=sysop])
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Eftirmáli 2. útgáfu


Nokkuð er um liðið síðan hugmyndin um endurútgáfu Sögu Vestmannaeyja skaut upp kollinum.
Ég hafði heyrt mikið rœtt um þessa bók frænda míns Sigfúsar M. Johnsen. Eins og fram kemur í formála Haraldar Guðnasonar að þessari endurbættu útgáfu höfðu ýmsir fræðimenn haft á orði að Eyjasaga væri nýmœli í ritun héraðssagna á Íslandi þegar hún kom út árið 1946. Bókin hafði verið ófáanleg um langt skeið og því taldi ég brýnt að hún kæmi út aftur í þeirri viðleitni að varðveita sögulegan arf Eyjanna. Ekki er það síst brýnt eftir umbrotaskeiðið sem Vestmannaeyingar gengu í gegnum í gosinu.
Það litla sem ég man eftir af umhverfi mínu þau fyrstu 5 ár ævinnar, sem ég bjó í Eyjum, er nú að nokkrum hluta komið undir hraun. Vilpan, Kirkjubæirnir, Vilborgarstaðatúnin og ýmislegt fleira er horfið og eftir lifir minningin ein.
Það var m.a. þess vegna sem ég afréð að hefja endurútgáfu á Eyjasögu Sigfúsar. Það eru minningarnar og tengslin við fortíðina, sem hafa gert Eyjamenn að því sem þeir eru. Fyrir margra hluta sakir geta Vestmannaeyingar verið stoltir af sögu sinni og umhverfi.
Það er mikilvægt verkefni fyrir þær kynslóðir sem upplifðu þær breytingar, sem náttúruhamfarirnar á Heimaey höfðu, að viðhalda hinum sögulega arfi fyrir nýja kynslóð.
Útgefanda var nokkur vandi á höndum að velja nýjar myndir í Eyjasögu. Ég afréð strax að halda inni öllum mannamyndum, sem voru í fyrri útgáfu þrátt fyrir lítil myndgæði. Ástæðan er einföld og auðskiljanleg. Bætti ég síðan við þeim myndum, sem bókardómendur höfðu talið vanta í fyrri útgáfu. Auk þess eru fjölmargar litmyndir. Margar myndanna eru handlitaðar. Ég vil þakka sérstaklega Gísla Friðrik Johnsen fyrir liðsinni og lán á þessum lituðu myndum, sem hann hefur unnið. Einnig vil ég þakka Byggðarsafni Vestmannaeyja fyrir aðstoð við öflun mynda og fjölmörgum einstaklingum, sem aðstoðað hafa við öflun mynda og myndtexta.

Þór Sigfússon


Saga Vestmannaeyja efnisyfirlit