Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Garðar rísa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2012 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2012 kl. 16:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Garðar rísa færð á Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Garðar rísa)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit


Garðar rísa.


Guðmundur hét maður, Magnússon, unglingur hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum. Hann fór eitt sinn í kvöldrökkri fram hjá kirkjugarðinum.
Sér hann tvo menn, sem hann kannaðist við, vera að tala saman í kirkjugarðinum og heyrði pískrið, en eigi orðaskilin. Annar þessara manna var dáinn, hinn ljóslifandi. Engan gaum fannst honum þeir gefa sér fyrir samtalsákafanum. Svo fór Guðmundur heim og sagði aðeins þeim frá þessu, er hann trúði vel. Um morguninn barst út sú fregn, að bóndi þar nærri hefði dáið um nóttina. Var það sá hinn sami, sem talaði við þann dauða í garðinum kvöldið áður. Það var mál manna, að þessir kumpánar hefðu trallað margt saman í lífinu. Sá dauði mun hafa verið að ráða hinn heim.
(Sig. Árnesingur). (Sigf. Sigfússon: Ísl. þjóðs. III. 285—286)