Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Ekki eru allt selir sem sýnist

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.


Ekki eru allt selir, sem sýnist.


Áður fyrr var svo háttað um allan reka í Vestmannaeyjum, að sá, sem fyrstur fann, hlaut happið. Var því mikið kapp um rekagöngur. Venjulega var farið í þær fyrir dögun, svo aðrir yrði ekki fyrri á rekann. Ofanbyggjarar gengu á reka í Klaufinni, Víkinni og Brimurð.
Einhverju sinni fór bóndi af einhverjum bænum fyrir ofan Hraun fyrir dag á reka suður eftir eins og venja var. Hann kom ekki heim aftur um daginn, og var þá farið að leita hans. Fannst hann meðvitundarlaus og mállaus, liggjandi fyrir ofan Klaufarskálina. Dó hann skömmu síðar, og fékk ekki málið fyrir andlátið, nema hvað menn þóttust heyra, að hann segði, þegar reynt var að spyrja hann þess, hvernig hann hefði orðið svo á sig kominn: „Það eru ekki allt selir, sem sýnist.“
(Sögn Guðríðar Bjarnadóttur í Brautarholti.)