Sólrún Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sólrún Eyjólfsdóttir.

Sólrún Eyjólfsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, verkakona, húsfreyja fæddist 27. maí 1892 og lést 10. maí 1973.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Guðmundsson bóndi á Núpi, f. 1846, d. 2. ágúst 1904, og kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, f. 2. október 1850, d. 30. apríl 1912.

Sólrún var með foreldrum sínum í bernsku, en hún missti föður sinn, er hún var á tólfta árinu. Hún var hjú í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1910, en móðir hennar var stödd á Brekku í Eyjum.
Sólrún fluttist til Eyja 1911, var vinnukona í Baldurshaga 1912, í Dal 1920, í Fagurhól 1921 við fæðingu Ingólfs, lausakona með Ingólf á Hallormsstað 1925.
Hún var lausakona á Horninu 1927 með Ingólf hjá sér, húsfreyja, verkakona á Hvanneyri 1930, lausakona þar 1934, húsfreyja á Minni-Núpi, Brekastíg 4 1940, verkakona á Melstað 1945 og þar var Ingólfur verkamaður. Hún var þar 1949 og þar til hún flutti til Ingólfs að Austurvegi 7 á sjötta áratugnum.
Hún lést 1973.

I. Barn hennar var Ingólfur Arnarson, f. 31. ágúst 1921, d. 12. september 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.