Sólbjörg Jónsdóttir (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sólbjörg Jónsdóttir.

Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Bárðarson frá Iðunnarstöðum í Borg., bóndi, f. 2. apríl 1834, d. 7. nóvember 1907 og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Vestra-Súlunesi í Borgarfjarðarsýslu, húsfreyja, f. 24. október 1844, d. 19. desember 1930.

Sólbjörg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Vestra-Skorholti 1901, stödd á Elliðavatni 1910, kom til Eyja frá Norðfirði 1911.
Hún var á Sælundi við fæðingu Undínu, var í Lambhaga við fæðingu Ríkarðs, en á Hlíðarenda við fæðingu Fjólu. Þau Sigmundur bjuggu í Vinaminni 1917 og þar bjuggu þau við andlát hans 1930.
Sólbjörg bjó með sex börnum sínum á Njarðarstíg 8 1930, bjó með tveim sonum sínum, Guðjóni og Herði, í Hólmgarði 1934, og enn 1945, en var farin 1949 og bjó um skeið á Hávallagötu 44 og hjá Oddnýju dóttur sinni í Álftamýri í Reykjavík, en bjó síðast á Grund við Hringbraut 50.
Sigmundur lést 1930 og Sólbjörg 1965.

ctr
Sólbjörg og börn.
Frá vinstri: Undína, Ríkarður, Svanhvít Ingibjörg, Hrefna, Guðjón, Oddný Friðrikka, Sólbjörg Jónsdóttir, Hörður og Fjóla.

Sambýlismaður Sólbjargar var Sigmundur Jónsson sjómaður, vélstjóri, trésmiður, f. 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði, d. 4. október 1930.
Börn þeirra:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Longætt.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.