Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir frá Sjólyst fæddist 18. september 1904 í LaufásI og lést 19. desember 1926.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Lambhúshóli, síðar sjómaður í Túni, f. 24. júní 1863, d. 12. mars 1906, og sambýliskona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Túni og síðar í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965.
Fósturmóðir hennar var Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst og fósturfaðir til 1908 var Magnús Þórðarson formaður.

Börn Guðbjargar og Sigurðar voru:
1. Guðlaugur Sigurðsson verkamaður á Rafnseyri, síðar húsasmiður í Reykjavík, f. 28. mars 1901, d. 22. júní 1975.
2. Sæunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 18. september 1904, d. 19. desember 1926. Hún var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst.
3. Elín Sigurðardóttir vinnukona á Hvoli, f. 27. október 1905 í Túni, d. 5. júní 1923.
4. Sigríður Benónía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.
Börn Guðbjargar og Jakobs Tranbergs og hálfsystkini Sæunnar voru:
5. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
6. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
7. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.

Sæunn var í fóstri hjá Guðríði Bjarnadóttur húsfreyju í Sjólyst 1906. Hún eignaðist andvana stúlkubarn þar 1925.
Sæunn lést þar 1926.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.