Sæmundur Jónsson (Jómsborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæmundur Jónsson frá Jómsborg, kaupmaður, útgerðarmaður á Gimli fæddist 2. apríl 1888 og lést 31. mars 1968.
Foreldrar hans voru Jón Sighvatsson bóndi, söðlasmiður, sjómaður við Sandinn, bóksali, útvegsmaður og bókavörður í Eyjum, f. 4. júlí 1856, d. 5. desember 1932, og kona hans Karólína Kristín Oddsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1856, d. 12. september 1936.

Börn Karólínu Kristínar og Jóns:
1. Þorsteinn Johnson bóksali, f. 19. júlí 1883, d. 16. júní 1959.
2. Þorvaldur Jónsson sjómaður, f. 7. júlí 1884, drukknaði 22. júní 1903.
3. Oddur Jónsson sjómaður, síðar Vestanhafs, f. 17. júlí 1885.
4. Sæmundur Jónsson útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968.
5. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Garðhúsum, f. 7. ágúst 1890, d. 21. nóvember 1968.
6. Jónína Jónsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda, f. 11. júlí 1892, síðast í Hafnarfirði, d. 21. mars 1976.

Sæmundur var hjá foreldrum sínum í Jómsborg til fullorðinsára, gekk í skóla í Reykjavík, varð kaupmaður og tók þátt í útgerð, átti Gulltopp VE 321 ásamt fleiri.
Þau Guðbjörg giftu sig 1919, eignuðust eitt barn og ólu upp dótturson Guðbjargar, bjuggu í Valhöll við giftingu, síðar á Gimli, Kirkjuvegi 17.
Sæmundur lést 1968 og Guðbjörg Jónína 1969.

I. Kona Sæmundar, (30. ágúst 1919), var Guðbjörg Jónína Gísladóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
Barn þeirra:
1. Jón Karl Sæmundsson ljósmyndari í Reykjavík, f. 18. september 1921 í Valhöll, d. 30. júní 1993.
Fósturbarn hjónanna:
2. Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 29. mars 1928 í Eyjum, d. 14. febrúar 1984. Hann var sonur Ólafs Magnússonar frá Sólvangi og konu hans Ágústu Hansínu Petersen, síðar Forberg, dóttur Guðbjargar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.