Sæfinna Ásbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæfinna Ásbjörnsdóttir frá Skógum u. A.-Eyjafjöllum, húsfreyja, grunnskólakennari fæddist 14. september 1973.
Foreldrar hennar Ásbjörn Rúnar Óskarsson bifreiðastjóri, f. 12. mars 1946, og Guðrún Inga Sveinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 14. desember 1952.

Sæfinna var með foreldrum sínum.
Hún lauk námi í Héraðsskólanum í Skógum, varð stúdent í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi og lauk kennaranámi í Kennaraháskólanum í Reykjavík 1999.
Sæfinna flutti til Eyja 1999, hefur kennt síðan í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Þau Sindri Þór giftu sig 2011, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hátúni 12.

I. Maður Sæfinnu, (29. október 2011), er Sindri Þór Grétarsson verkamaður, sjómaður, afreksmaður í íþróttum, f. 28. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Grétar Þór Sindrason lærir byggingatæknifræði í Reykjavík, f. 7. nóvember 2000.
2. Sara Sindradóttir er í Framhaldsskólanum í Eyjum, f. 22. október 2006.
3. Aron Ingi Sindrason, f. 2. nóvember 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.