Runólfur Runólfsson (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. janúar 2017 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. janúar 2017 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Runólfur

Runólfur Runólfsson, Bræðratungu, fæddist á Stokkseyri 12. desember 1899 og lést 4. júní 1983. Runólfur flutti til Vestmannaeyja um 1920 með foreldrum sínum, Sólrúnu Guðmundsdóttur og Runólfi Jónassyni. Formennsku tók hann á Halkion árið 1922 og hafði formennsku þar í fimm ár. Eftir það tók Stefán Guðlaugsson í Gerði við bátnum og var Runólfur þá vélamaður eða stýrimaður. Eftir að Runólfur hætti á sjónum vann hann sem vélamaður í Vinnslustöð Vestmannaeyja.

Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.