Rudolf Stolzenwald

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Rudolf Þórarinn Stolzenwald klæðskerameistari, framkvæmdastjóri fæddist 23. ágúst 1928 á Lundi og lést 1. maí 1987.
Foreldrar hans voru Gustav Helmut Rudolf Stolzenwald klæðskerameistari, f. 24. febrúar 1901 í Berlín í Þýskalandi, d. 5. febrúar 1958, og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, f. þar 23. október 1908, d. 29. mars 1993.

Rudolf (Rúdí) var með foreldrum sínum fyrstu æviárin, en móðir hans veiktist af berklum og dvaldi á Vífilsstöðum. Helmut afi Rudolfs kom og flutti drenginn til Þýskalands. Þar dvaldi hann meðan Ragnhildur móðir hans var vistuð á Vífilsstöðum.
Foreldrarnir sóttu hann rétt fyrir stríðsbyrjun.
Rudolf fluttist með þeim að Hellu um 1942.
Hann lærði klæðskeraiðn í Reykjavík og gekk jafnframt í Myndlistarskólann.
Rudolf stofnaði Vinnufatagerð Suðurlands á Hellu og rak hana.
Þau Erla giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Bræðraborg á Hellu í eitt ár, þá í Dísukoti í Þykkvabæ. Þau fluttu að Hellu 1955 og byggðu að Leikskálum 2.
Rúdólf lést 1987 og Erla 2021.

Kona Rúdolfs, (26. maí 1951), var Erla Ólafsdóttir Stolzenwald frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 26. maí 1932 á Heimagötu 30, d. 16. mars 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur Karel Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður í Eyjum og á Hellu, f. 27. júní 1902, d. 6. ágúst 1959, og kona hans Steinunn Jónína Guðmundsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 14. janúar 1906 á Ýmastöðum í Vaðlavík, S-Múl., d. 14. apríl 1985.
Börn þeirra:
1. Sólveig Rudolfsdóttir Stolzenwald húsfreyja, ritari, f. 4. maí 1952 á Hellu. Maður hennar Hjörtur Guðjónsson.
2. Gústav Þór Rudolfsson Stolzenwald raftæknir, f. 22. mars 1955 í Dísukoti í Þykkvabæ. Kona hans Sigurlinn Sváfnisdóttir.
3. Ólafur Egill Rudolfsson Stolzenwald tónlistarmaður, prentsmiðjustjóri hjá Guðjóni Ó, f. 8. október 1961. Kona hans var Hulda Björk Garðarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. apríl 1993. Minning Ragnhildar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sólveig Stolzenwald.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.