Ritverk Árna Árnasonar/Sigbjörn Björnsson (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 13:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 13:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigbjörn Björnsson.

Kynning.

Sigbjörn Björnsson múrari á Ekru, fæddist 8. september 1876 að Loftsölum í Mýrdal og lést 21. maí 1962.
Faðir hans var Björn bóndi að Loftsölum í Mýrdal, f. 12. október 1832, d. 26. júní 1900, Björnsson bónda á Rofunum þar, f. 1798 í Kerlingardal þar, Árnasonar bónda í Rofunum, f. 1766, d. 26. júní 1840, Ásbjörnssonar bónda í Kerlingardal Jónssonar.
Móðir Björns bónda á Rofunum og seinni kona Árna Ásbjörnssonar var Arnbjörg húsfreyja, f. 1766, d. 11. ágúst 1843 í Reynisholti, Björnsdóttir.
Móðir Björns á Loftsölum og kona Björns á Rofunum var Guðfinna húsfreyja, f. 23. október 1807 í Skammadal í Mýrdal, d. 28. nóvember 1887 í Fagradal þar, Bjarnadóttir frá Kálfholti í Holtum í Rang., bónda á Reyni í Mýrdal, f. um 1767, Þórðarsonar prests í Kálfholti Sveinssonar og konu séra Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur.
Móðir Guðfinnu húsfreyju á Rofunum og kona Bjarna á Reyni var Soffía húsfreyja frá Breiðabólsstað á Skógarströnd, f. 1776, d. 11. september 1861, Árnadóttir prests, þá á Breiðabólsstað á Skógarströnd, síðar í Holti undir Eyjafjöllum, f. 1732, d. 25. mars 1805, Sigurðssonar, og konu sr. Árna, Kristínar húsfreyju, f. 1743, d. 8. mars 1791, Jakobsdóttur.

Móðir Sigbjörns og kona Björns á Loftsölum (1866) var Elín húsfreyja, f. 13. júlí 1830 á Brekkum í Mýrdal, d. 18. febrúar 1908 á Loftsölum, Þórðardóttir bónda á Brekkum, f. 6. janúar 1798 á Brekkum, d. 16. maí 1862 þar, Ólafssonar bónda, síðast á Brekkum, f. 1759, d. 19. febrúar 1823 „í útveri suður á Leiru“ í Gullbr.s., Guðmundssonar, og barnsmóður Ólafs, Ingveldar húsfreyju á Fossi í Mýrdal, f. 1763 á Brekkum, Árnadóttur.
Móðir Elínar og fyrri kona Þórðar á Brekkum var Elín húsfreyja, f. 14. nóvember 1793 á Brekkum, d. 10. apríl 1846 þar, Jónsdóttir bónda á Brekkum, f. 1764, d. 30. október 1835 á Brekkum, Jónssonar og fyrri konu Jóns á Brekkum, Solveigar húsfreyju, f. 1764, Pálsdóttur.

Sigbjörn fékk iðnbréf, útgefið í Eyjum.
Sigbjörn og Bjarni Björnsson í Túni voru albræður.

I. Kona Sigbjörns, (1904), var Þóranna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1887, d. 9. júní 1920.
Börn Sigbjörns og konu hans Þórönnu:
1. Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri, f. 28. mars 1907, fórst 1. mars 1942. Hann var kvæntur Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 8. september 1909, d. 23. desember 2013.
2. Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 3. september 1911, d. 11. ágúst 1995, gift Haraldi Hannessyni útgerðarmanni og skipstjóra, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
3. Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson bóndi á Borgareyri í Mjóafirði eystra, f. 18. janúar 1914, d. 7. desember 1992. Kona hans var Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir húsfreyja frá Borgareyri í Mjóafirði, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
II. Barnsmóðir Sigbjörns var Kristín Magnúsína Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, síðar húsfreyja á Brekku, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.
Barn þeirra var
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigbjörn er rösklega meðalmaður á hæð, en vel þrekinn um herðar og sterklega byggður, enda vel fær maður að kröftum, skolhærður, bar snemma dökkt yfirvaraskegg, breiðleitur.
Hann er skapléttur og broshýr, vinhollur og afhaldinn, góður félagi, iðjusamur og allvel efnum búinn.
Sigbjörn var allgóður veiðimaður og var mikið við alls konar veiðar og bjargferðir, sérstaklega góður undirsetumaður við bjargsig, traustur og sterkur. Hann hefir farið um allt Heimalandið og víðast í úteyjar og getið sér hið besta mann- og drengskaparorð.
Hann var sjómaður góður, hefir og stundað alls konar landvinnu, en er múrsmiður að iðn, vellátinn í starfi.
Það hefir verið sagt að enginn hafi tárast, þegar Sigbjörn hætti fjallaferðum, nema fýllinn á Dalfjalli grét gleðitárum og fýllinn í Heimakletti hló og grét af gleði.

Sjá Sigbjörn Björnsson á Ekru.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1976.
  • Manntöl.
  • Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Unnur Haraldsdóttir frá Fagurlyst.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit