Ritverk Árna Árnasonar/Hetjur hafsins

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. ágúst 2013 kl. 14:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. ágúst 2013 kl. 14:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Hetjur hafsins“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Í dag kom hann Ingólfur Arnar
Í dag kom hann Ingólfur Arnar
inn og ég er svo kát.
Ég tigna hvern togara landsins,
trillu, skip og bát.
Ég fór um borð til Bjössa,
hann blístraði hvellt og hló.
Ó, hve ég fyrirlít alla,
sem ekki stunda sjó.
Blóðlausar búðarlokur,
blankan stúndentaskríl,
andlausa ístrubelgi
og aula, sem keyra bíl.
Fúla ritsjóraræfla
og róna barinn við,
bleikar skrifstofublækur
og buktandi þjónalið.
En hinir, sem koma af hafi,
þeir heyra lífinu til,
með sjávarins seltu í hári
og sólskin í augnahyl.
Þeir einir kunna að elska
og annast hið veika kyn.
Hve dásamlegt væri að eiga
sér einn þeirra fyrir vin.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit