Ritverk Árna Árnasonar/Krambúðarklakkurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.




Úr fórum Árna Árnasonar


Krambúðarklakkurinn


Eins og kunnugt er, er Krambúðarklakkurinn gamalt fiskimið hér á Víkinni. Er hann miðaður þannig, að Hásteinninn á að bera við Austurbúðina og ydda á Drengjum undan Klettsnefi.
Fiskaðist þarna stundum heilagfiski, en ekki munu hinir stærri formenn hér hafa stundað það mið. Minni spámennirnir eins og Kobi í „Görn“ og Mundi Stáli, höfðu einkarétt á því, eins og þessi vísa eftir Pál Gíslason bendir til:

Á Krambúðarklakknum Stáli
kúrir úti í norðanbáli,
loðna meður húfu á haus:
„Hásetunum hvergi hlífi,
hart ég geng að þeirra lífi
sem villimaður vægðarlaus“.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit