Ritverk Árna Árnasonar/Jes A. Gíslason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.




Úr fórum Árna Árnasonar


Jes A. Gíslason


Fæddur 28. maí 1872 í Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum, sonur Gísla kaupmanns Stefánssonar og Soffíu Andersdóttur.
Jes ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs. Fór hann þá á Latínuskólann og lauk prófi 1891, en kandítatsprófi í guðfræði 1893 og loks kennaraprófi við Kennaraskólann í Rvík 1929. Jes gerðist barnakennari í Austur-Landeyjum árin 1893-1895, vann við verslunarstörf í Hafnarfirði til 1896, en það ár vor honum veittir Eyvindarhólar í A-Eyjafjallahreppi. En árið 1904 fékk hann Mýrdalsþing, en lausn frá embætti 1907 og flutti þá aftur til Eyjanna og varð verslunarstjóri við verslun Gísla Johnsen frá 1907 til 1929.
Jes var barnakennari í Eyjum í 13 ár, en fékk lausn frá því starfi 1942, þá 70 ára gamall. Þá gerðist hann bókavörður við BókasafnVestmannaeyja og var þar til 1949.
Hann var sýslunefndarmaður í Rangárvallasýslu til 1904, bæjarfulltrúi í Eyjum í sex ár, auk ýmissa nefndarstarfa.
Jes var einn af fremstu mönnum góðtemplarareglunnar í Eyjum, kosinn heiðursfélagi stúkunnar Báru no. 2 árið 1942, en hafði þá verið æðstitemplar í 20 ár.
Jes kvæntist Ágústu Eymundsdóttur frá Vopnafirði 1896. Hún lést 1939. Þau eignuðust 7 börn og eru 5 þeirra á lífi.
(Líklega ritað á fyrri hluta 6. áratugar 20. aldar).


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit