Ritverk Árna Árnasonar/James White Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Bræðurnir Halldór Halldórsson (t.v.) og James White.

Kynning.

James White Halldórsson, Björgvin, (Væti í Björgvin), fæddist 13. júlí 1906 í Reykjavík og drukknaði 22. apríl 1934.
Foreldrar hans voru Halldór Magnús Diðrik Runólfsson þurrabúðarmaður og sjómaður frá Helgabæ í Reykjavík, f. 26. apríl 1866 í Reykjavík, drukknaði 9. apríl 1913, og kona hans Anna Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 14. apríl 1868 í Norðurkoti í Grímsnesi, d. 9. febrúar 1943.
Hann flutti með foreldrum sínum frá Reykjavík til Eyja 1908.
James White stjórnaði hafnarbátnum Brimli. Brimill fórst í ásiglingu við Veigu VE-291 undan Klettsnefi 22. apríl 1934. Þar drukknaði James.
James White var ókvæntur og barnlaus.

Hans er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.

Systkini James White í Eyjum voru
1. Gunnlaugur Marel Halldórsson, f. 16. febrúar 1903 í Hull, d. 27. október 1909.
2. Halldór Magnús Engiberg Halldórsson, f. 6. apríl 1905 í Hull, drukknaði 1. mars 1942, er Þuríður formaður VE-233 fórst við Landeyjasand.
3. Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja í Björgvin, f. 25. mars 1909 á Litlu-Löndum, d. 18. ágúst 2012.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.