Ritverk Árna Árnasonar/Halldór Jónsson (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 18:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. ágúst 2015 kl. 18:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:

Kynning

Halldór Jónsson bóndi í Elínarhúsi fæddist 19. febrúar 1855 og lést 23. júní 1890 úr „vatnssýki“.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson vinnumaður á Búastöðum, f. 22. júlí 1820, d. 18. febrúar 1869, og Guðbjörg Guðmundsdóttir vinnukona þar, f. 1817, d. 13. febrúar 1871.
Fósturforeldrar hans voru Páll Jensson bóndi á Búastöðum, f. 10. ágúst 1797, d. 8. ágúst 1869, og kona hans og frænka Halldórs Gróa Grímsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1797, d. 18. júlí 1869.

Halldór var sex ára fósturbarn á Búastöðum 1860, 15 ára léttadrengur í Stakkagerði 1870, 25 ára vinnumaður þar 1880, bjó í Elínarhúsi við andlát, 35 ára bóndi.

I. Kona Halldórs, (27. nóvember 1881), var Margrét Þorsteinsdóttir í Elínarhúsi. Hann var síðari maður hennar. Þau voru barnlaus.

Halldórs er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit