Ritverk Árna Árnasonar/Friðrik Ásmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Friðrik Ásmundsson.

Friðrik Ásmundsson skipstjóri, skólastjóri, fæddist 26. nóvember 1934 og lést 19. nóvember 2016.
Foreldrar hans voru Ásmundur Karl Friðriksson skipstjóri og framkvæmdastjóri á Löndum, síðar í Keflavík, f. 31. ágúst 1910, d. 17. nóvember 1963, og fyrri kona hans Elísa Olga Magdal Pálsdóttir húsfreyja frá Reykjavík, f. 2. september 1907, d. 7. nóvember 1945.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Friðrik er hár vexti og þrekinn, fríður sýnum, svarthærður. Hann er stilltur og prúður í daglegri umgengni, en er annars kátur og skemmtilegur piltur og besti drengur í félagsskap. Hann er lítt vanur veiðum, en virðist ætla að verða góður veiðimaður, ef hann heldur áfram. Hann er vel styrkur, snöggur í snúningum og ósérhlífinn við vinnu.
Hann hefir verið til sjós með föður sínum á togurum, en er nú í millilandasiglingum á fragtskipum, mjög vel látinn af öllum. Hefir nú síðari ár verið í sjómannaskólanum í Reykjavík.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Friðrik Ásmundsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.