Ritverk Árna Árnasonar/Fiðurmagn og útflutningur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. september 2013 kl. 10:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2013 kl. 10:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Fiðurmagn og útflutningur“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Fiðurmagn og útflutningur


Árið 1858 voru flutt út frá Eyjum 26.680 pund af fiðri. Það átti að sanna, að það ár veiðast hér 533.600 stk. lunda, með því að reikna, sem algengt var 5 pd. af hverju hundraði. Þetta er býsna ótrúlegt, en skjalfastar heimildir. Og þetta var aðeins lundafiður. Sumir hafa viljað álíta þetta samandregið 2ggja ára magn af fiðri, en það kemur ekki til, því að eftirspurn eftir lundafiðri var svo ákaflega mikil. En einmitt með því að leggja þann skilning í þennan feikna fiðurútflutning finnst þeim, að hið sannsýnilega veiðimagn fari að koma í ljós. En ég hygg, að um samandregið magn sé ekki að ræða, að öllu athuguðu. Á þessum árum var drepið svo mikið af lunda að til hreinnar útrýmingar horfði, og voru holu og netaveiðarnar orsök þessa.
Þetta breyttist fljótt, er bann við slíkum veiðum var sett, og háfurinn kom til sögunnar.
Fuglatíundir, t.d. árið 1898, eru þannig í Eyjum: Veiddir voru 57.394 lundar, 4.113 svartfuglar, 22.637 fýlar og 470 súlur. Þessar tíundir má efalaust hækka um allt að 1/3 hluta.
Árið 1901 eru tíundir þannig: í Eyjum: 50.988 lundar, 176 svartfuglar, 19.701 fýll og 176 súlur, en á öllu landinu er þá tíundað til hreppskilaþinga: 239.588 lundar, 109.954 svartfuglar, 44.654 fýlar og 241 súla, en 18.251 rita.


Útreikningur á magni fiðurs eftir fuglafjölda


533.600 stk af lunda gefa af sér 26.680 pund
5336 kippur gefa af sér 13.340 kíló af fiðri
100 stk. gefa 5 pund
1000 —— 50
10.000 —— 500
100.000 —— 5000
500.000—— 25.000 pund


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit