Ritverk Árna Árnasonar/Einar Árnason (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kynning.

Einar Árnason bóndi fæddist 25. mars 1862 og lést 24. ágúst 1902.
Foreldrar hans voru Árni Einarsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar á Búastöðum, f. 27. janúar 1827 og kona hans Helga Einarsdóttir húsfreyja, f. 1829.

Einar var bróðir Ingvars í Hólshúsi og Kristmundar Árnasonar föður Helgu í Hólshúsi.

Kona Einars (1894) var Jónína Árnadóttir, f. 12. janúar 1864 að Holti í Mýrdal, d. 2. júní 1947. Einar var fyrri maður hennar.
Jónína varð bústýra Sigurðar Ólafssonar á Sjónarhól, f. 8. nóvember 1870 í Ossabæ í Landeyjum, d. 2. maí 1950.
Börn Einars og Jónínu voru:
1. Guðrún Helga Einarsdóttir, f. um 1894. Hún fór víða utanlands, til Noregs og Danmerkur.
2. Jóhanna Margrét Sigríður Einarsdóttir, f. 23. mars 1898 á Húsavík, d. 29. nóvember 1979, giftist dönskum matreiðslumanni.
3. Bjarni Marinó Einarsson, f. 27. september 1900 á Húsavík, d. 25. febrúar 1971. Hann var alinn upp í Hólshúsi hjá Gróu og Ingvari Árnasyni föðurbróður sínum.
4. Margrét Sigurlaug Einarsdóttir, f. 17. október 1902 á Húsavík, d. 6. ágúst 1985.

Einars Árnasonar er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.