Ritverk Árna Árnasonar/Dánarfregn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.




Úr fórum Árna Árnasonar


Við andlát Kjartans Jónssonar
bókbindara 3. desember 1940¹)


Hjartað þráir það ég sver,
þig minn kæri vinur.
Örlög valda að innst hjá mér
eitthvað berst og stynur.
Hæstu manna hylli naut
hetja í lífsins stríði.
Heiðarleikans hálu braut
hann gekk æ með prýði.
Stefndi að marki hljótt og hátt,
hlynnti að samtíðinni.
Engu, sem var ljótt og lágt,
laut hann nokkru sinni.

¹)Kjartan var sonur Jóns Eyjólfssonar og Sigríðar Sighvatsdóttur á Kirkjubæ og því bróðir Lofts Jónssonar á Vilborgarstöðum og hálfbróðir, af sömu móður, Júlíönu Sigurðardóttur á Búasatöðum.
Hann var alinn upp á Bústöðum hjá Júlíönu og Pétri Lárussyni. (Heimaslóð).


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit