Ritverk Árna Árnasonar/Árni J. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. maí 2015 kl. 21:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. maí 2015 kl. 21:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Árni Hálfdán Johnsen kaupmaður frá Frydendal, fæddist 13. október 1892 og lést 15. apríl 1963.
Foreldrar hans voru Jóhann Jörgen Johnsen veitingamaður í Frydendal f. 9. október 1847, d. 11. maí 1893 og kona hans Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen húsfreyja, f. 4. júní 1855, d. 30. ágúst 1930.

Árni var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans var Margrét Marta Jónsdóttir frá Suðurgarði, f. 5. mars 1895, d. 15. maí 1948.
Börn Árna og Margrétar voru:
1. Gísli, f. 18. október 1916, d. 8. janúar 1964.
2. Svala, f. 19. október 1917, d. 16. janúar 1995.
3. Hlöðver, f. 11. febrúar 1919, d. 10. júlí 1997.
4. Ingibjörg, f. 1. júlí 1922, d. 21. júlí 2006.
5. Áslaug Johnsen, f. 10. júní 1927, d. 25. mars 1986.
6. Sigfús, f. 25. nóvember 1930, d. 2. nóvember 2006.

II. Síðari kona hans var Olga Karlsdóttir, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976. Árni var síðari maður hennar.
Börn Árna og Olgu eru:
7. Guðfinnur Johnsen, f. 1949.
8. Jóhannes Johnsen, f. 27. júlí 1953.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Árni er hár maður vexti, þrekinn og herðabreiður, síðari árin feitlaginn um of. Hann er svarthærður, glaður í lund, skemmtilegur, ræðinn og veitull vel gestum og gangandi. Hann er ágætur félagi, styrkur vel og var mesti kraftamaður, meðan hann var í þjálfun vegna erfiðisvinnu, duglegur og fylginn sér. Árni var ágætur veiðimaður og mikið við þau störf sem og aðrar eggja- og fuglaveiðar í ýmsum björgum Eyjanna og hvarvetna dugandi liðsmaður.
Sundmaður var Árni með afbrigðum góður og hefir bjargað 5-6 manns frá drukknun. Lífsstörf Árna hafa verið margþætt, kaupmennska, útgerðarvinna, hvers konar búhættir, sjómennska, togaraafgreiðsla og umboðsmennska. Síðast hefir hann unnið í Keflavík, skrifstofumaður hjá setuliðinu þar, nú vigtarmaður í Eyjum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Árni J. Johnsen


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.