Reynir Sigurjónsson (Málmey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2022 kl. 20:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Reynir Sigurjónsson (Málmey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Reynir Sigurjónsson frá Málmey við Hásteinsveg 32, viðskiptafræðingur fæddist 23. júní 1951.
Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson sjómaður, bifreiðastjóri, iðnverkamaður, f. 24. júlí 1927 í Sólheimagerði í Skagafirði, d. 9. júní 1990, og kona hans Nanna Einarsdóttir Höjgaard frá Bakka í Skeggjastaðasókn í N.-Múl., húsfreyja, f. 9. maí 1931, d. 9. júní 1990.

Börn Nönnu og Sigurjóns:
1. Sæmundur Örn Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, starfsmaður hjá Búrfelli í Þjórsárdal, f. 6. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans Nanna Þorláksdóttir.
2. Reynir Sigurjónsson viðskiptafræðingur, vinnur við endurskoðun, f. 23. júní 1951. Kona hans Henný Júlía Herbertsdóttir.
3. Úlfar Guðni Sigurjónsson sjómaður, starfsmaður hjá Odda í Reykjavík, f. 24. maí 1953. Kona hans Ragnheiður Ingadóttir.
4. Guðni Sigurjónsson verkamaður, vann við netagerð, f. 14. desember 1955. Kona hans Margrét Bjarnadóttir.
5. Andvana drengur, tvíburi, f. 12. október 1959.
6. Ólafur Stefán Sigurjónsson vinnur við bókhald, f. 12. október 1959. Kona hans Hulda Guðlaugsdóttir.
7. Grettir Sigurjónsson tölvutæknir, f. 22. mars 1961. kona hans Alda Hauksdóttir.
8. Alda Sigurjónsdóttir læknaritari, f. 6. júní 1962, ógift.
9. Jökull Höjgaard Sigurjónsson tollvörður, f. 20. maí 1964. Kona hans Unnur Halldórsdóttir.

Reynir var með foreldrum sínum í æsku, í Helgafelli við Helgafellsöxl, í Háaskála við Brekastíg 11b og í Málmey við Hásteinsveg 32.
Hann nam við Gagnfræðaskólann, en foreldrar hans fluttu ú r Eyjum 1967 og hann lauk náminu í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Síðan tók hann stúdentspróf í Kennaraskólanum 1972. Reynir hóf nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk því 1980.
Hann vann hjá Pósti og síma og Menntamálaráðuneytinu, en vann síðan sjálfstætt að bókhaldi um skeið, vann síðan lengi hjá Endurskoðun hf. Hann vann jálfstætt síðustu starfsár sín, en hefur ekki unnið síðan 2014 af heilsufarsástæðum.

I. Kona Reynis, (17. júní 1972), er Henný Júlía Herbertsdóttir frá Núpsdal við Brekastíg 18, húsfreyja, skrifstofustjóri, f. þar 14. maí 1952.
Börn þeirra:
1. Heiður Reynisdóttir mannauðsstjóri, f. 1. október 1972. Barnsfaðir hennar Einar Skúlason. Furrum sambúðarmaður Yngvi Kristinn Jónsson.
2. Sigríður Reynisdóttir skrifstofustjóri í London, f. 1. janúar 1981. Sambúðarmaður Michael Erinfolami.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.