Rannveig Jónsdóttir (París)

From Heimaslóð
Revision as of 11:53, 19 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Rannveig Jónsdóttir vinnukona í París og húsfreyja í Utah fæddist 1853 á Mýrum í Álftveri, V-Skaft.
Faðir hennar var Jón Benediktsson prests Magnússonar að Mosfelli í Mosfellssveit, f. 1813, d. 5. júní 1862. Móðir Rannveigar var Margrét Ólafsdóttir vinnukona víða í V-Skaft., f. 1816 í Þykkvabæjarklausturssókn.

Föðursystir Jóns Benediktssonar var Þórdís Magnúsdóttir prestkona að Ofanleiti, og hálfsystkini Jóns í Eyjum voru Anna Benediktsdóttir ljósmóðir og Ólafur Diðrik Benediktsson faðir Sigurðar Ólafssonar í Vegg.
Móðir Jóns var Þorbjörg Pétursdóttir frá Gjábakka, fyrri kona sr. Benedikts.
Rannveig kom til Eyja úr Álftaveri 1878 og varð vinnukona í París. Hún fór til Utah 1880 og giftist Þórði Diðrikssyni á því ári. Hún var þriðja í röðinni af þrem konum Þórðar þar.

I. Maður Rannveigar, (1880), var Þórður Diðriksson múrsteinshleðslumaður, trúarleiðtogi meðal mormóna, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894.

Rannveig var tökubarn í Skálmarbæ í Álftaveri 1852-1859/60, var á Þykkvabæjarklaustri, kom þaðan að Eyjarhólum í Mýrdal 1872, vinnukona þar til 1874, á Söndum í Meðallandi 1874-1875, í Skálmarbæ 1875-1878.

Börn þeirra:
1. T.O. Dedrickson í Bakersfield í Kaliforníu.
2. John Dedrickson í Salt Lake City í Utah.
3. Helga Dedrickson Grant.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • halfdan.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.