Rakel Friðbjarnardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2020 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2020 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Rakel Friðbjarnardóttir frá Götu fæddist þar 19. ágúst 1918 og lést 23. maí 1993.
Foreldrar hennar voru Friðbjörn Þorkelsson sjómaður, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957, og kona hans Valdimara Ingibjörg Hjálmarsdóttir frá Kuðungi, f. 27. október 1886 á Geirólfsstöðum á Héraði, d. 7. ágúst 1969 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Friðbjarnar:
1. Alexander Samson Friðbjörnsson, f. 2. apríl 1907, d. 18. júlí 1907.
2. Óskar Friðbjörnsson bifreiðastjóri, lögregluþjónn, f. 26. október 1908 í Steinholti, d. 18. nóvember 1992.
3. Sigurjón Friðbjarnarson verkamaður, f. 8. febrúar 1911 í Hjálmholti, d. 29. júní 1973.
4. Gísli Hjálmar Friðbjarnarson prentari, forstjóri, f. 19. júní 1914 í Hjálmholti, d. 23. mars 1992.
5. Jónína Rakel Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1918 í Götu, d. 23. maí 1993.

Rakel var með foreldrum sínum í frumbernsku, en þeir skildu. Hún var með móður sinni og systkinum í Götu 1927 og 1930, með móður sinni og tveim bræðra sinna á Brekastíg 33 1934.
Þau Knud giftu sig 1937, eignuðust þrjú börn. Við giftingu bjó Knud á Sólbakka og Rakel á Brekastíg 33, og á Brekastíg 33 bjuggu þau í fyrstu.
Þeir bræður Njáll og Knud og konur þeirra byggðu parhús við Hásteinsveg, Knud númer 27 og Njáll 29. Þar bjuggu hjónin meðan bæði lifðu, en Knud bjó síðast í Hraunbúðum.
Rakel lést 1993 og Knud 2000.

I. Maður Jónínu Rakelar, (30. október 1937), var Knud Kristian Andersen vélstjóri, skipstjóri, yfirverkstjóri, f. 23. mars 1913 í Landlyst, 13. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Jóhanna Andersen húsfreyja, f. 14. desember 1939. Maður hennar var Óskar Þórarinsson, látinn.
2. Hafdís Andersen húsfreyja, f. 21. desember 1949, d. 11. nóvember 1997. Maður hennar er Sigurbjörn Hilmarsson.
3. Pétur Andersen vélstjóri, verslunarmaður, f. 16. desember 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.