Ragnhildur Magnúsdóttir (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir frá Hryggjum og Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja fæddist 17. október 1903 í Hryggjum og lést 7. ágúst 1992.
Foreldrar hennar voru Magnús Björnsson bóndi, f. 10. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 29. desember 1927 á Dyrhólum þar, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. október 1876, d. 24. mars 1951 í Eyjum.

Börn Sigríðar og Magnúsar í Eyjum:
1. Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja á Hjalteyri, f. 19. október 1903, d. 7. ágúst 1992.
2. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 30. ágúst 1905, d. 25. júní 1996.
3. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.
4. Haraldur Magnússon bústjóri, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. september 1912, d. 30. október 1974.

Bræður Magnúsar á Dyrhólum - í Eyjum voru:
a) Sigbjörn Björnsson á Ekru.
b) Bjarni Björnsson í Túni.

Ragnhildur var með foreldrum sínum á Hryggjum og Dyrhólum í Mýrdal til 1931, en fluttist þá til Eyja, var með systkinum sínum á Miðhúsum 1934 og við giftingu 1936.
Þau Bergur giftu sig 1936, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ásnesi, en voru komin að Hjalteyri 1949 og bjuggu þar síðan.
Bergur lést 1985 og Ragnhildur 1992.

I. Maður Ragnhildar, (5. desember 1936), var Jóhann Bergur Loftsson, sjómaður, vélstjóri frá Klauf í V-Landeyjum, f. 27. október 1911, d. 25. janúar 1985.
Börn þeirra:
1. Karl Bergsson bifvélavirkjameistari, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi, f. 18. ágúst 1939 í Ásnesi.
2. Magnús Bergsson rafvirki í Eyjum, f. 3. október 1942 í Ásnesi, d. 15. nóvember 2018.
3. Þórey Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, f. 3. október 1942 í Ásnesi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.