Ragnhildur Jóhannsdóttir (Eyvindarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2020 kl. 21:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2020 kl. 21:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ragnhildur Jóhannsdóttir''' frá Reykjavík, húsfreyja í Eyvindarholti, fæddist 14. ágúst 1904 í Reykjavík og lést 8. maí 1972. <br> Faðir hennar var Jóhann Bergu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Jóhannsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja í Eyvindarholti, fæddist 14. ágúst 1904 í Reykjavík og lést 8. maí 1972.
Faðir hennar var Jóhann Bergur sjómaður á Fáskrúðsfirði, Reykjavík og síðast í Sandgerði, f. 13. nóvember 1877 í Steinasókn undir Eyjafjöllum, d. 28. mars 1948, Jónsson bónda á Leirum þar 1890, f. 16. júlí 1830, d. 12. september 1900, Björnssonar bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, f. 10. desember 1799, d. 20. september 1889, Jónssonar, og konu Björns, Ragnhildar húsfreyju í Stóru-Mörk 1835, f. 1801, d. 18. maí 1843, Magnúsdóttur.
Móðir Jóhanns Bergs og kona Jóns á Leirum var Anna húsfreyja, f. 2. febrúar 1831 í Mýrdal, d. 1. júní 1916, Hafliðadóttir bónda á Dyrhólum 1835, f. 1795, d. 5. maí 1873, Ólafssonar í Neðri-Dal 1801, Skúlasonar og konu Ólafs, Katrínar Hafliðadóttur.
Móðir Önnu Hafliðadóttur og kona Hafliða var Þrúður húsfreyja, f. 21. júní 1802, d. 6. janúar 1837, Eyjólfsdóttir bónda í Pétursey, Stefánssonar.

Móðir Ragnhildar og kona Jóhanns Bergs var Jónína Guðrún húsfreyja í Mörk í Reykjavíkursókn 1901, f. 16. júní 1880, d. 26. mars 1943, Jónsdóttir bónda á Brennistöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu, síðast á Ölvaldsstöðum, f. 17. september 1848, d. 9. júlí 1925, Guðmundssonar bónda í Stangarholti og víðar í Borgarfirði, f. 12. júlí 1820, d. 25. janúar 1899, og síðari konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 19. október 1819, d. 22. júní 1895, Jónsdóttur.
Móðir Jónínu Guðrúnar í Mörk og kona Jóns á Brennistöðum var Oddfríður húsfreyja, f. 27. nóvember 1850, d. 23. nóvember 1933 Þorvaldsdóttir bónda á Brennistöðum, f. 29. október 1823, d. 22. júní 1863, Eyjólfssonar bónda á Kvíslhöfða í Álftaneshreppi, f. 27. júlí 1795, d. 31. maí 1866, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Oddfríðar húsfreyju, f. 11. október 1794, d. 3. apríl 1845, Þorvaldsdóttur.
Móðir Oddfríðar á Brennistöðum og kona Þorvaldar á Brennistöðum var Guðrún húsfreyja, f. 1828, d. 10. desember 1890, Bergþórsdóttir bónda á Lambastöðum á Mýrum, f. 25. nóvember 1793, d. 13. september 1867, Þorvaldssonar, og konu Bergþórs, Kristínar húsfreyju, f. 1796, d. 29. október 1859, Árnadóttur.

Börn Jónínu Guðrúnar og Jóhanns Bergs í Eyjum:
1. Ragnhildur Jóhannsdóttir.
2. Bergþóa Jóhannsdóttir húsfreyja í Mandal, f. 23. nóvember 1906, d. 13. apríl 1983, kona Jóns Stefánssonar.
3. Oddfríður Jóhannsdóttir húsfeyja á Litlu-Löndum, f. 23. september 1909, kona Sigmars Axels Jónssonar vélstjóra.
4. Anna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1914, d. 25. janúar 1944, sambýliskona Guðmundar Stefánssonar frá Ási.

Ragnhildur var með foreldrum sínum í Reykjavík 1910, var ættingi í Gíslakoti u. A-Eyjafjöllum 1920.
Þau Sveinn eignuðust Guðfinnu u. Eyjafjöllum 1928, komu henni í fóstur til föðurforeldra Sveins að Efri-Kvíhólma þar.
Þau fluttust til Eyja 1928, eignuðust 7 börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 53, Laugalandi og síðan í Eyvindarholti, eignuðust sex börn í Eyjum. Þau fluttust að Efri-Rotum 1946 og bjuggu þar þá með sex börn sín, en Guðfinna var á Efri-Kvíhólma og bjó síðar hjá ekkjunni ömmu sinni þar.
Ragnhildur dvaldi síðast hjá Guðfinnu dóttur sinni í Traðarhúsum á Eyrarbakka. Hún lést 1972 og Sveinn 1981.

I. Maður Ragnhildar var Sveinn Jónasson frá Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum þar, f. 10. júlí 1902 í Miðmörk þar, d. 26. desember 1981.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Sveinsdóttir, alin upp hjá föðurforeldrum í Efri-Kvíhólma, húsfreyja í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, Ormskoti þar og síðan á Eyrarbakka, f. 15. júní 1928 u. Eyjafjöllum. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.