Ragnhildur Bjarnadóttir (Sunnudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2020 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnhildur Bjarnadóttir (Sunnudal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Bjarnadóttir frá Rauðabergi á Mýrum í A-Skaft., vinnukona, ráðskona, fæddist 18. apríl 1893 og lést 9. nóvember 1986.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason frá Holtaseli á Mýrum, bóndi, f. þar 2. mars 1866, d. 16. janúar 1939 og kona hans Ástríður Magnúsdóttir frá Rauðabergi, húsfreyja, f. þar 3. maí 1866, d. 24. desember 1919.

Ragnhildur var með foreldrum sínu á Rauðabergi 1910, var bústýra hjá föður sínum þar 1920, var í Sunnudal 1926, ráðskona hjá Helga Jónssyni á Selalæk á Rangárvöllum 1931 og 1933 og ráðskona hans í Kotvogi í Höfnum til 1939, er hann lést í bruna. Hún flutti til Reykjavíkur, vann við móttöku og símavörslu.
Hún bjó síðast í Lönguhlíð 3.
Ragnhildur lést 1986.

I. Barnsfaðir hennar var Þorgeir Daníel Lúðvíksson Kemp, smiður á Vopnafirði, síðar útgerðarmaður á Vopnafirði, síðar á Akureyri, en síðast búsettur í Reykjavík, f. 27. júlí 1900, d. 13. mars 1967.
Barn þeirra var
1. Óskar Þorgeir Þorgeirsson Kemp verslunarstjóri, stórkaupmaður, f. 12. september 1926 í Sunnudal, d. 23. október 2020.

II. Barnsfaðir Ragnhildar var Helgi Jónsson bóndi á Selalæk á Rangárvöllum, f. 25. nóvember 1883, d. 3. apríl 1939, brann inni í Kotvogi í Höfnum. Hann var faðir Ragnar Axels Helgasonar lögregluþjóns.
Barn þeirra:
2. Þórdís Ragnheiður Helgadóttir, f. 13. desember 1931, d. 3. apríl 1939, brann inni ásamt föður sínum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.