Ragnheiður Jónsdóttir (Þrúðvangi)

From Heimaslóð
Revision as of 16:14, 17 February 2017 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: thumb|250px|Ragnheiður á 100 ára afmæli sínu. [[Mynd:Heimatorg stakkstaedi jomsborg gudridur.jpg|thumb|250px|Ragnheiður þurrkar fisk fyrir...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Ragnheiður á 100 ára afmæli sínu.
Ragnheiður þurrkar fisk fyrir utan Jómsborg árið 1920.
Ragnheiður í söl á Klöppunum.

Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir frá Þrúðvangi fæddist 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada. Hún lést á Hraunbúðum Vestmannaeyjum þann 9. nóvember 2006 en þá var hún elsti íbúi Vestmannaeyja. Ragnheiður var dóttir Jóns Jónssonar frá Dölum og konu hans Guðríðar Bjarnadóttur frá Svaðkoti. Árið 1908 byggð Jón og fjölskylda húsið Brautarholt við Landagötu í Vestmannaeyjum, og var fjölskyldan jafnan kennd við það hús.

Fyrri maður Ragnheiðar var Arthur Aanes. Þeirra börn eru Guðjón Emil, andvana stúlka og Örn. Síðari maður Ragnheiðar var Sigurður Ólason forstjóri. Þeirra börn eru Óli Haukur, Hólmfríður og Gerður Guðríður.

Ragnheiður var einn af stofnendum Slysavarnafélagsins Eykyndils, Kvenfélags Landakirkju, Oddfellowstúkunnar nr. 3 Vilborgar og Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum. Mestan hluta ævi sinnar sinnti hún húsmóðurstörfum, en vann einnig um nokkurra ára skeið við ræstingar í Sparisjóði Vestmannaeyja og Magnúsarbakaríi.

MyndirHeimildir

  • Gagnasafn Morgunblaðsins