Ragnar Ingi Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2020 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2020 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnar Ingi Halldórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Ingi Halldórsson sjómaður, vélstjóri, matsveinn, tækniteiknari fæddist 17. janúar 1941 í Barnaskólanum og lést 8. nóvember 1995.
Foreldrar hans voru Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. . 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997, og kona hans Elín Jakobsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1914, d. 31. ágúst 2004.

Börn Elínar og Halldórs:
1. Ragnar Ingi Halldórsson sjómaður, vélstjóri, tækniteiknari, f. 17. janúar 1941, d. 8. nóvember 1995. Fyrrum kona hans Åse Sandal. Sambúðarkona hans Stella Eiríksdóttir.
2. Halldóra Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur, framhaldsskólakennari, námsráðgjafi, f. 15. desember 1942. Maður hennar Heiðar Þ. Hallgrímsson.

Barn Halldórs og Svövu Jónsdóttur:
1. Sigurður Guðni Halldórsson verkfræðingur, f. 13. apríl 1923, d. 24. september 2007. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.

Ragnar var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Reykjavíkur 1956.
Hann var vélstjóri, matsveinn, togarasjómaður, vann í námu í Noregi. Ragnar var tækniteiknari.
Þau Åse giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Ragnar Ingi sneri til Íslands og þau Stella áttu sambúð, eignuðust tvö börn. Ragnar Ingi lést 1995.

I. Kona Ragnars Inga, (1963, skildu 1969), er Åse Sandal frá Röldal í Noregi, f. 1942.
Börn þeirra:
1. Thorbjörg Elín kennari, bókasafnsfræðingur í Noregi, f. 8. september 1963. Maður hennar Dag Sverre Ekkje.
2. Halldór Ingi sálfræðingur, kennari, ráðgjafi fatlaðra barna í Noregi, f. 26. febrúar 1965. Kona hans Anne Hansen.

II. Sambúðarkona Ragnars Inga er Stella Eiríksdóttir, f. 5. ágúst 1960. Foreldrar hennar Eiríkur Sæmundsson, f. 3. október 1925, og Stella Þorvaldsdóttir, f. 9. febrúar 1934.
Börn þeirra:
3. Lilja Dís Ragnarsdóttir sálfræðingur, f. 9. janúar 1985. Maður hennar Shaun Wesley Summers.
4. Bjartmar Ragnarsson málarameistari í Noregi, f. 20. júní 1987. Barnsmóðir hans Bergrós Hjálmarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.