Ragnar Bjarnason (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. ágúst 2019 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Kristinn Bjarnason frá Gerðisstekk í Norðfirði, vélstjóri fæddist þar 9. apríl 1924 og lést 26. mars 1991.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigfússon frá Barðsnesi, bóndi og útgerðarmaður, f. 27. febrúar 1876, d. 29. maí 1941, og kona hans Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norðfirði, húsfreyja, f. 9. júlí 1891, d. 7. janúar 1970.

Börn Halldóru og Bjarna í Eyjum:
1. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Vallanesi, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.
2. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1918, d. 1. ágúst 2008.
3. Ragnar Kristinn Bjarnason vélstjóri, f. 9. apríl 1924, d. 26. mars 1991.
4. Óskar Bjarnason sjómaður, f. 3. maí 1931.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést er Ragnar var sautján ára.
Hann leitaði snemma til Eyja, var sjómaður. Hann öðlaðist vélstjórnarréttindi, var vélstjóri á nokkrum bátum, en síðar húsvörður í Útvegsbankanum í Eyjum.
Þau Pálína giftu sig 1957, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Miðstræti 9, Strönd til ársins 1969, en fluttust þá að Bakkastíg 4. Þau misstu það hús í Gosinu 1973, fluttust til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, en fluttust aftur til Eyja 1974.
Þau keyptu húsið að Höfðavegi 46 og bjuggu þar síðan.
Ragnar lést 1991 og Pálína 2010.

I. Kona Ragnars Kristins, (25. desember 1957), var Pálína Jónsdóttir frá Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., húsfreyja, f. 23. janúar 1923, d. 7. ágúst 2010.
Börn þeirra:
1. Þórunn Ragnarsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 3. júlí 1957 á Landspítalanum.
2. Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 21. febrúar 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.