Ragnar Þorvaldsson (Litla-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ragnar

Ragnar Þorvaldsson, Hvammi, fæddist á Eyrarbakka þann 26. janúar 1906. Árið 1925 fór Ragnar til Vestmannaeyja til sjómennsku. Formennsku hóf hann árið 1933, þá með Freyju II. Síðar var Ragnar formaður með Atlantis og Bryngeir. Eftir það hætti Ragnar formennsku og gerðist háseti á bæjartogurunum.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.


Frekari umfjöllun

Ragnar Þorvaldsson í Litla-Hvammi, verkamaður, sjómaður, skipstjóri, netagerðarmaður fæddist 24. janúar 1906 í Simbakoti á Eyrarbakka og lést 3. janúar 1991 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson sjómaður, verkamaður, bóndi í Mundakoti á Eyrarbakka, f. 30. september 1872, d. 4. ágúst 1933, og kona hans Guðný Jóhannsdóttir frá Eyrarkoti á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 6. júní 1873 á Stokkseyri, d. 30. mars 1943.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku, stundað sjómennsku frá Herdísarvík á unglingsárum.
Hann fékk vélgæsluréttindi á Eyrarbakka 1924 og tók hið minna fiskimannapróf í Eyjum 1931.
Ragnar var sjómaður á vélbátum til 1925, á togurum til 1928. Síðan var hann á vélbátum í Eyjum, skipstjóri og stýrimaður frá 1931-1947, þá á bæjartogurum til 1957. Síðan vann hann á netaverkstæði.
Þau Ingibjörg giftu sig 1929 og eignuðust 4 börn. Þau bjuggu á Jaðri með Haraldi syni sínum 1930, í húsi Sigurmundar bróður hennar að Vestmannabraut 25, (Mundahúsi) 1934, í Bræðratungu við fæðingu Solveigar Þóru 1935, á Landgötu 12 við fæðingu Guðnýjar 1940, en bjuggu í Litla-Hvammi í árslok 1940 og síðan, uns þau fluttust til Reykjavíkur 1963.
Þau bjuggu í Safamýri 17 til dánardægurs.
Ragnar lést 1991 og Ingibjörg 1997.

I. Kona Ragnars, (1. júní 1929), var Ingibjörg Runólfsdóttir frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 13. janúar 1907, d. 7. mars 1997.
Börn þeirra:
1. Haraldur Ragnarsson loftskeytamaður, endurskoðandi, skrifstofustjóri, f. 15. október 1929, d. 30. nóvember 2011.
2. Solveig Þóra Ragnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar í Reykjavík, f. 29. október 1935 í Bræðratungu.
3. Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi á Hagstofunni, f. 12. ágúst 1940 á Landagötu 12.
4. Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður, f. 20. júlí 1951 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39b.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir