Ragna Steinarsdóttir (bókavörður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Ragna Steinarsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Ragna Steinarsdóttir sviðsstjóri fæddist 22. maí 1957.
Foreldrar hennar voru Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b, og kona hans Guðrún Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17. janúar 1930 á Hásteinsvegi 28, d. 18. júní 2016.

Börn Guðrúnar og Steinarsa:
1. Jónas Þór Steinarsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 2. október 1946. Kona hans Þórey Morthens.
2. Ragna Steinarsdóttir bókasafnsfræðingur, bókavörður, sviðsstjóri, f. 22. maí 1957. Maður hennar Þorsteinn Þórhallsson.
3. Júlíus Þórarinn Steinarsson feldskeri, f. 1. desember 1958. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir.
4. Eyvindur Ingi Steinarsson tónlistarmaður, kennari, f. 13. desember 1960. Fyrrum kona hans Bára Grímsdóttir.
5. Gunnar Kristinn Steinarsson tónlistarmaður í Nesoddtangen í Akershus, Noregi, f. 2. júlí 1964 í Reykjavík. Kona hans var Mirja Kuusela, f. 12. maí 1964, d. 1. maí 2004.

Ragna var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim við Hilmisgötu 1 og flutti með þeim Reykjavíkur 1963.
Hún lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntum í H.Í. 1988, M.LIS.-prófi í bókasafnsfræði í H.Í. 2014.
Ragna var bókavörður í K.H.Í., varð fagstjóri í Landsbókasafni-Háskólabókasafni 2001, sviðsstjóri þar 2014.
Þau Þorsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Rögnu er Þorsteinn Gunnar Þórhallsson fyrrv. kennari, f. 2. júlí 1956. Foreldrar hans Þórhallur Guttormsson cand. mag., kennari, rithöfundur, f. 17. febrúar 1925, d. 8. maí 2009, og Anna Guðleif Þorsteinsdóttir ritari, f. 28. nóvember 1931.
Börn þeirra:
1. Þóra Þorsteinsdóttir kennari, f. 19. október 1977. Maður hennar Sigurgeir Finnsson.
2. Guttormur Þorsteinsson sagnfræðingur, bókavörður, f. 11. mars 1988.
3. Steinar Þorsteinsson grafískur hönnuður, f. 2. september 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið13. júlí 2023. Minning Steinars Júlíussonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ragna.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.