Rúnar Páll Brynjúlfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. september 2018 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2018 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Rúnar Páll Brynjúlfsson''' kvikmyndasýningamaður, tæknimaður fæddist 9. ágúst 1958.<br> Foreldrar hans eru Brynjúlfur Jónatansson (Breiðholti)|Brynjúlfur Jónatanss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rúnar Páll Brynjúlfsson kvikmyndasýningamaður, tæknimaður fæddist 9. ágúst 1958.
Foreldrar hans eru Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.

Börn Lilju og Brynjúlfs:
1. Steinunn Brynjúlfsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. september 1948, d. 19. ágúst 2008.
2. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952, d. 4. júlí 2011.
3. Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 22. mars 1953.
4. Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984.
5. Anna Brynjúlfsdóttir móttökuritari, f. 13. júlí 1955.
6. Rúnar Páll Brynjúlfsson kvikmyndasýningastjóri, tæknimaður hjá Valitor, f. 9. ágúst 1958.
7. Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. janúar 1960.
Fósturdóttir hjónanna er
8. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, við framhaldsnám í Kanada, f. 20. september 1973. Hún er dóttir Jónatans Brynjúlfssonar og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur húsfreyja, f. 29. nóvember 1955, d. 19. maí 1979.

Rúnar nam rafvirkjun hjá föður sínum og í Iðnskólanum, en tók ekki sveinspróf. Hann vann við kvikmyndasýningar í Eyjum, fluttist til höfuðborgarsvæðisins á 10. áratugnum, var kvikmyndasýningastjóri hjá nokkrum kvikmyndahúsum, áður en nútímatæknistjórnun tók við, hætti í apríl 2018. Þá varð hann tæknimaður hjá Valitor, sér um posaviðgerðir.
Hann bjó með Ingibjörgu í 7-8 ár og fóstraði Guðrúnu Maríu dóttur hennar.
Þau Edda giftu sig 1999 og eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Sambýliskona Rúnars Páls var Ingibjörg Einarsdóttir, f. 4. janúar 1964.
Þau voru barnlaus, en Ingibjörg átti barnið
1. Guðrúnu Maríu Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðing, f. 18. ágúst 1983, og fóstraði Rúnar hana.

II. Kona Rúnars Páls (22. maí 1999), er Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 11. október 1969. Foreldrar hennar Jóhann Jón Jóhannsson frá Neðri-Breiðdal í Önundarfirði, sjómaður, verkamaður í Hafnarfirði, f. 9. nóvember 1929, d. 14. febrúar 2010 og kona hans Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir frá Akranesi, f. 22. febrúar 1933.
Börn þeirra:
1. Hjálmfríður Bríet Rúnarsdóttir, f. 28. nóvember 1997.
2. Friðbjörg Lilja Rúnarsdóttir, f. 4. apríl 2000.
3. Jóhanna Brynja Rúnarsdóttir, f. 10. janúar 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.