Rósa Jónína Hjartardóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Rósa Jónína Hjartardóttir frá Þorlaugargerði fæddist 13. júlí 1883 og lést 26. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Jónsson bóndi f. 26. júlí 1852 í Sorgenfri og hrapaði til bana 23. ágúst 1883, og kona hans Guðríður Helgadóttir frá Stóra-Gerði, húsfreyja, f. 31. október 1854 í Eyjum, d. 14. júlí 1922.

Rósa Jónína missti föður sinn á 2. mánuði lífsins. Móðir hennar giftist Einari Sveinssyni 1886. Hann varð bóndi í Þorlaugargerði, f. 13. maí 1855, d. 28. júní 1932.
Hjá þeim ólst Rósa Jónína upp, var hjá þeim 1901, var vinnukona á Vegamótum 1910, vinnukona hjá Einari hálfbróður sínum á Geithálsi 1920, var ráðskona hjá Guðmundi Jónssyni verkamanni á Hvanneyri 1927, á Hofi, (Landagötu 25), 1930, skráð kona hans í Lambhaga 1940, ,,húsfrú“ í Garðhúsum 1945.
Hún var vistkona á Elliheimilinu við andlát 1959.
Rósa Jónína var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.