Rósa Jónína Hjartardóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. september 2019 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2019 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Rósa Jónína Hjartardóttir frá Þorlaugargerði fæddist 13. júlí 1883 og lést 26. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Jónsson bóndi f. 26. júlí 1852 í Sorgenfri og hrapaði til bana 23. ágúst 1883, og kona hans Guðríður Helgadóttir frá Stóra-Gerði, húsfreyja, f. 31. október 1854 í Eyjum, d. 14. júlí 1922.

Rósa Jónína missti föður sinn á 2. mánuði lífsins. Móðir hennar giftist Einari Sveinssyni 1886. Hann varð bóndi í Þorlaugargerði, f. 13. maí 1855, d. 28. júní 1932.
Hjá þeim ólst Rósa Jónína upp, var hjá þeim 1901, var vinnukona á Vegamótum 1910, vinnukona hjá Einari hálfbróður sínum á Geithálsi 1920, var ráðskona hjá Guðmundi Jónssyni verkamanni á Hvanneyri 1927, á Hofi, (Landagötu 25), 1930, skráð kona hans í Lambhaga 1940, húsfrú í Garðhúsum 1945.
Hún var vistkona á Elliheimilinu við andlát 1959.
Rósa Jónína var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.