Rósa Bjarnadóttir (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rósa Katrín Kristjana Bjarnadóttir og Bogi Matthíasson.

Rósa Katrín Kristjana Bjarnadóttir frá Eskifirði, húsfreyja fæddist þar 27. febrúar 1919 og lést af slysförum 8. júní 1986.
Foreldrar hennar voru Bjarni Eiríksson sjómaður á Eskifirði, f. 7. desember 1883, d. 1925, og kona hans Guðrún Þorstína Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1899, d. 25. desember 1981.

Rósa var með foreldrum sínum á Eskifirði, en faðir hennar lést, er hún var sex ára 1925.
Rósa var með móður sinni í Litla-Býli á Eskifirði 1933, kom til Eyja frá Eskifirði 1937 og var vinnukona þar til hún stofnaði sitt eigið heimili.
Þau Bogi giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Litlu-Hólum við Hásteinsveg 24.
Hjónin létust af slysförum 1986.

I. Maður Rósu, (30. nóvember 1940), var Bogi Matthíasson frá Litlu-Hólum, vélstjóri, f. 28. september 1911, d. 8. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Matthías Þór Bogason vélvirki, f. 19. apríl 1941 á Litlu-Hólum. Kona hans Guðný Guðjónsdóttir.
2. Birna Magnea Bogadóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1943 á Litlu-Hólum. Fyrrum maður hennar Sigurður Líndal Viggósson. Maður hennar Guðbjartur Herjólfsson.
3. Rúnar Helgi Bogason vélvirki, f. 6. febrúar 1957. Kona hans Kristný Guðlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.