Rósa Ísleifsdóttir (Nýjahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Steinunn Rósa Ísleifsdóttir.

Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja fæddist 7. júní 1912 í Nýjahúsi og lést 13. júlí 1994 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, formaður f. 6. september 1881 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1932, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1872 í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 13. mars 1948.

Börn Ísleifs og Þórunnar voru:
1. Jónína Guðrún Ísleifsdóttir, f. 19. febrúar 1902 í Steinum, d. 18. júní 1974.
2. Eyjólfur Magnús Ísleifson skipstjóri, f. 13. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991.
3. Jóhann Pétur Ísleifsson, f. 9. júlí 1908, d. 25. október 1934.
4. Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1912 í Nýjahúsi, d. 13. júlí 1994.
5. Jón Ragnar Ísleifsson sjómaður, f. 16. september 1914 í Nýjahúsi, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
Barn Þórunnar:
6. Ágústa Þorkelsdóttir, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum f. 19. ágúst 1896, d. 30. júní 1974. Faðir hennar var Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.

Rósa var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Nýjahúsi 1927, var hjálparstúlka í Fagurlyst 1930.
Þau Einar bjuggu á Reynifelli við fæðingu Marlaugar 1933 og á Heimagötu 30 við skírn Rögnu 1935.
Rósa bjó í Nýjahúsi við giftingu 1936 og Einar hjá móður sinni á Hjalteyri.
Þau bjuggu á Hjalteyri við fæðingu Haraldar Grétars 1937, en þau misstu hann þiggja mánaða gamlan. Þau dvöldu í Steinum við fæðingu Laufeyjar 1939 og Baldvins 1941, en næstu árin á efstu hæð á Breiðabliki og þar fæddist Fjóla 1946 og Einar Vignir 1949.
Þau byggðu húsið Heiðarveg 46 og bjuggu þar.
Einar lést 1972. Rósa fluttist til lands, bjó um skeið í Grindavík, en að lokum í Hafnarfirði.

Heiðarvegur 46, árið 2006.

Maður Rósu, (18. janúar 1936), var Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911, d. 28. ágúst 1972.
Börn þeirra:
1. Marlaug Einarsdóttir húsfreyja, verslunarkona, kaupmaður, frumkvöðull, síðast í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1933 á Reynifelli, d. 17. desember 2006.
2. Ragna Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1935, á Heimagötu 30 við skírn, d. 19. september 1992.
3. Haraldur Grétar Einarsson, f. 21. ágúst 1937 á Hjalteyri, d. 6. desember 1937.
4. Laufey Þóra Einarsdóttir bankaritari í Hafnarfirði, f. 22. júlí 1939 á Urðavegi 8, Steinum, d. 19. júlí 1994.
5. Baldvin Einarsson véltæknifræðingur í Danmörku, f. 27. maí 1941 á Urðavegi 8, Steinum, d. 26. september 2015.
6. Fjóla Einarsdóttir húsfreyja á Álftanesi, f. 2. mars 1946 á Breiðabliki, d. 20. janúar 1993.
7. Einar Vignir Einarsson verkamaður, síðast í Eyjum, f. 17. nóvember 1949 á Breiðabliki, d. 7. nóvember 1966 af slysförum.


ctr


Rósa og Einar og 4 börn þeirra. Frá vinstri: Baldvin, Ragna, Marlaug og Laufey.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.