Rósa Árnadóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2016 kl. 21:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2016 kl. 21:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Rósa Árnadóttir húsfreyja og hjúkrunarfræðingur frá Stóra-Hvammi fæddist 25. júní 1916 og lést 12. mars 1983.
Foreldrar hennar voru Árni Finnbogason frá Norðurgarði, f. 6. desember 1893, d. 22. júní 1992, og kona hans Guðbjörg Aðalheiður Sigurðardóttir húsfreyja frá Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958.
Rósa ólst upp í Brekkuhúsi hjá afa sínum og ömmu.
Hún fluttist til Reykjavíkur eftir lát Þórarins og vann við heimahjúkrun.

Rósa var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Þórarinn Bernótusson frá Vestra- Stakkagerði, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943.
Barn þeirra:
1. Þórunn Sif, f. 11. október 1942.
II. Síðari maður Rósu (skildu) var Björn Arnórsson verslunarmaður frá Upsum í Svarfaðardal, f. 16. júní 1915, d. 27. mars 1961.
Börn þeirra:
2. Mekkinó Björnsson, f. 18. apríl 1950.
3. Árni Björnsson, f. 23. febrúar 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.