Páll Jónsson prestur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. júlí 2015 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júlí 2015 kl. 14:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til skarpari aðgreiningar)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Jónsson skáldi fæddist árið 1779 og lést 12. september 1846. Hann var prestur að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum frá 1822 til 1837. Hann var fæddur að Gjábakka í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson undirkaupmaður í Vestmannaeyjum og kona hans Hólmfríður Benediktsdóttir prests Jónssonar. Foreldrar hans önduðust ung og ólst hann upp hjá Hans Klog kaupmanni í Vestmannaeyjum.

Páll varð stúdent úr heimaskóla árið 1800 með vottorði frá Geir Vídalín biskupi. Hann vígðist, árið 1810, sem aðstoðarprestur Einars Þorleifssonar prests í Guttormshaga í Holtum, en 1818 varð hann aðstoðarprestur Bjarnhéðins GuðmundssonarKirkjubæ og fékk veitingu fyrir prestakallinu 1822 og hélt því til fardaga 1837 er hann beiddist lausnar er prestakallið var sameinað Ofanleitisprestakalli.

Hann var síðasti presturinn á Kirkjubæ. Séra Páll var talinn gáfumaður að upplagi, skáldmæltur vel og var mjög létt um að yrkja.

Kona hans var Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir og eignuðust þau 13 börn, þar á meðal Sólveigu ljósmóður er varð forstöðukona fyrstu opinberu fæðingarstofnunar landsins, að Landlyst í Vestmannaeyjum. Aðeins 6 barna þeirra náðu fullorðins aldri.

Tenglar


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. Rvk 1951, IV. 126-127
  • Ragnar Ásgeirsson: Skrudda II. Útg. Búnaðarfélag Íslands 1958.