Páll Arnoddsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2016 kl. 20:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2016 kl. 20:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Arnoddsson bóndi á Eystrihól í V-Landeyjum, síðar vinnumaður á Vilborgarstöðum fæddist 1782 í Hemluhjáleigu í V-Landeyjum og lést. 27. janúar 1848 í Vetleifsholti í Ásahreppi.
Foreldrar hans voru Arnoddur Pálsson bóndi á Hemlu, f. 1750, d. 16. júní 1826, og kona hans Sesselja Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1741, d. 13. maí 1825.

Páll var með foreldrum sínum í Hemluhjáleigu 1801, var bóndi í Eystra-Fíflholti í V-landeyjum 1803 eða fyrr til 1805, á Sperðli þar til 1816, á Eystrihól þar 1816-1833, en síðan í Þórutóft í Þykkvabæ í Djúpárhreppi -1844.
Páll var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1845.
Hann lést 1848.

I. Bústýra Páls var Helga Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 1780 á Bergþórshvoli, d. 12. september 1825. Þau eignuðust 6 börn.
Barn þeirra hér:
Jón Pálsson bóndi á Grímsstöðum og Klasbarða í V-Landeyjum, f. 22. júní 1820 í V-Landeyjum, d. 19. maí 1894. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Grímsstöðum, f. 31. júlí 1826, d. 28. mars 1894.
Þau voru foreldrar
1. Elínar Jónsdóttur húsfreyju á Eystri Oddsstöðum og Strandbergi f. 15. febrúar 1863 á Grímsstöðum í V-Landeyjum, d. 9. janúar 1950 í Eyjum.
2. Helgu Jónsdóttur húsfreyju á Oddeyri, f. 4. mars 1864, d. 17. janúar 1946.

II. Kona Páls, (16. janúar 1826), var Vigdís Loftsdóttir húsfreyja, skírð 23. ágúst 1780, d. 9. ágúst 1843. Þau eignuðust eitt barn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.