Philip Theodor Davidsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2016 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2016 kl. 11:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Philip Theodor Davidsen var héraðslæknir á árunum 1852 til 1862. Hann var danskrar ættar eins og þeir læknar, sem áður höfðu verið skipaðir til læknisþjónustu í Vestmannaeyjum. Davidsen hafði áður verið aðstoðarlæknir í her Dana í Slésvíkurstríðinu 1849 til 1850 og síðar starfandi læknir í Kaupmannahöfn. Hann lést árið 1862 og var þá Solveigu Pálsdóttur enn með stjórnarráðsbréfi falið að veita sjúkum læknishjálp, þar til nýr læknir kæmi og hlaut hún sérstök laun fyrir þetta starf sitt.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.

Frekari umfjöllun

Philip Theodor Davidsen héraðslæknir fæddist 14. apríl 1818 í Horsens í Danmörku og lést 10. júní 1860 í Eyjum.
Faðir hans var David Davidsen verslunarmaður í Horsens.
Davidsen var Gyðingatrúar og af Gyðingaættum.

Hann varð stúdent í Horsens 1841, skráður í stúdentatölu við Hafnarháskóla 1841, læknapróf þaðan 11. apríl 1849.
Davidsen var settur aðstoðarlæknir í her Dana í Slésvíkurstríðinu 1849-1850, var starfandi læknir í Kaupmannahöfn 1851-1852.
Hann var skipaður héraðslæknir í Eyjum 30. júlí 1852.
Þau Rebekka Regina bjuggu í Péturshúsi hinu fyrra frá komu til Eyja 1852 til andláts Davidsens 1860.
Hann var skipaður læknir í Anholt 26. mars 1860, en var látinn, er veitingabréfið barst.

Kona Philips Theodors var Rebekka Regina Davidsen húsfreyja, f. um 1806 í Kaupmannahöfn.
Þau voru barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.