Páll Jensson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Jensson bóndi á Búastöðum fæddist 10. ágúst 1797 í Deild í Fljótshlíð og lést 8. ágúst 1869.
Foreldrar hans voru Jens Jensson bóndi á Deild, f. 1755, d. 27. janúar 1831, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1762, d. 17. nóvember 1842.

Páll var niðursetningur á Háeyri í Fljótshlíð 1801, ókvæntur vinnupiltur í Árkvörn þar 1816.
Hann var tómthúsmaður á Vilborgarstöðum við giftingu 1823. Þau Gróa voru komin að Stóra-Gerði 1826, bændur þar enn 1842. Páll var bóndi á Búastöðum 1843, bóndi þar 1850, sjávarbóndi og járnsmiður þar 1855, bóndi þar enn 1860.
Hjá þeim Gróu var til heimilis á gamals aldri Arnfríður Jónsdóttir húsfreyja frá Oddsstöðum. Af henni er sögn í Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Sigurður Breiðfjörð og sýslumannsdóttirin.
Páll var einn af stofnendum Lestrarfélags Vestmannaeyja, sem var undanfari Bókasafnsins. Hann lést 1869.

I. Barnsmóðir Páls var Ingveldur Guðmundsdóttir, þá vinnukona á Búastöðum.
Páll þrætti.
Barnið var
1. Þuríður Ingveldardóttir (svo skráð), f. 6. febrúar 1839, d. 13. febrúar 1839 úr ginklofa.

II. Kona Páls, (15. júní 1823 ), var Gróa Grímsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1797 í Míðey í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1869.
Þau Gróa voru barnlaus, en ólu upp tvö fósturbörn.
Þau voru:
1. Sigríður Sveinsdóttir, f. 18. júní 1849, dóttir Sveins Sveinssonar og Valgerðar Sigurðardóttur.
2. Halldór Jónsson, f. 19. febrúar 1855, sonur Jóns Guðmundssonar vinnumanns á Búastöðum og Guðbjargar Guðmundsdóttur vinnukonu þar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.