Páll Júlíus Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Páll Júlíus Einarsson frá Langholti við Vestmannabraut 48a, vélstjóri og vélgæslumaður fæddist þar 29. júlí 1902 og lést 25. mars 1986.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson sjómaður, vélstjóri, f. 5. maí 1875 á Gjábakka, d. 4. desember 1918, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir frá Hólabrekku í Laugardal, Grímsnesi, Árn., húsfreyja, f. 19. maí 1877, d. 32. desember 1925.

Börn Jónínu og Einars:
1. Páll Júlíus Einarsson verkamaður, vélgæslumaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 25. mars 1986.
2. Metta Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1903 í Hlíðarhúsi, d. 5. mars 1982.
3. Hólmfríður Einarsdóttir, f. 5. desember 1906 í Vegg, d. 25. júlí 1982. Hún fluttist til Danmerkur.

Börn Einars og Helgu Ólafsdóttur:
4. Lúther Einarsson sjómaður, f. 2. október 1895, drukknaði, er e.s. Áslaug frá Haugasundi fórst 24. desember 1929.
5. Gunnólfur Einarsson sjómaður á Þórshöfn, verkstjóri í Heiðarhöfn og síðar í Kumblavík og á Þórshöfn, f. 13. apríl 1899, d. 10. febrúar 1981. Kona hans Guðlaug Lárusdóttir.

Páll var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Páll var 16 ára.
Hann öðlaðist vélstjóraréttindi.
Þau Jónína giftu sig 1924, eignuðust sjö börn, en misstu tvö þeirra á ungum aldri. Þau bjuggu í Langholti, í Fagradal við Bárustíg 16a og í Hólatungu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1929, sneru aftur um skeið, bjuggu í Hólatungu 1934, eignuðust Samúel þar 1935. Þau bjuggu á Hverfisgötu 71 í Reykjavík við fæðingu Hönnu 1937, á Hverfisgötu 44 við skírn Samúels 1940 og Súsönnu 1944.
Hjónin dvöldu að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík.
Jónína lést 1984 og Páll 1986.

I. Kona Páls, (3. janúar 1925), var Jónína Pálsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1901 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 6. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Margrét Pálsdóttir, f. 6. október 1925 í Langholti, d. 7. desember 2010.
2. Andrés Páll Pálsson, f. 27. febrúar 1927, d. 9. mars 1929.
3. Andrés Pálsson sjómaður, járniðnaðarmaður, f. 9. nóvember 1930, d. 3. nóvember 1994. Kona hans Anna Bernburg, látin. Sambúðarkona Andrésar Valdís Pálsdóttir.
4. Samúel Pálsson, f. 17. júní 1935 í Hólatungu, d. 20. september 1935.
5. Hanna Pálsdóttir, f. 18. júlí 1937.
6. Samúel Pálsson, f. 27. september 1940, síðast í Hollandi, d. 12. janúar 1978.
7. Súsanna Pálsdóttir, f. 1. október 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.