Pálína Samúelsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2020 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2020 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Pálína Samúelsdóttir''' frá Syðri-Bakka í Hnífsdal, Ís., vinnukona, húsfreyja fæddist þar 10. júní 1871 og lést 3. desember 1959.<br> Foreldrar hennar voru og Samú...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Pálína Samúelsdóttir frá Syðri-Bakka í Hnífsdal, Ís., vinnukona, húsfreyja fæddist þar 10. júní 1871 og lést 3. desember 1959.
Foreldrar hennar voru og Samúel Magnússon vinnumaður, f. 1840 í Vatnsfjarðarsókn, d. 27. mars 1900, og Kristín Pétursdóttir vinnukona, f. 1837 í Vatnsfjarðarsókn, d. 22. júlí 1890.

Pálína var með móður sinni á Látrum í Súðavík 1880, vinnukona í Skálavík 1890, og þar var Samúel faðir hennar vinnumaður. Hún var vinnukona í Engidal í Skutulsfirði, hjú í Hafnarhólma í Kaldrananessókn, Strand. 1901, hjú á Þiðriksvöllum í Staðarsókn í Steingrímsfirði 1910, ógift húsfreyja í Skildinganesi í Seltjarnarneshreppi 1920. Húsbóndi var Jón Hjörleifsson. Með henni var sonur hennar Úraníus Guðmundsson fæddur í Reykjavík 28. desember 1914.
Pálína eignaðist fjögur börn, en eitt þeirra lést mánaðargamalt.
Pálína flutti til Eyja frá Reykjavík 1921, var á Brekastíg 18 1930 og 1932, lausakona á Bergi við Bárugötu 4 1934 og þar var Úranius með henni, gamalmenni á Mosfelli 1940 og enn 1949. Að síðustu dvaldi hún á Elliheimilinu í Skálholti.
Hún lést 1959.

Pálína eignaðist börn með fjórum mönnum.
I. Barnsfaðir Pálínu var Þorgils Þorgilsson vinnumaður í Skálavík, Ís., f. 20. október 1866, d 15. febrúar 1919.
Barn þeirra:
Kristján Þorgilsson, f. 5 október 1894 á Ísafirði, d. 8. nóvember 1894.

II. Barnsfaðir hennar var Sveinn Ólafsson bóndi í Engidal í Skutulsfirði, Ís., f. 25. júní 1844, d. 29. júní 1900.
Barn þeirra:
2. Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja í Engidal, f. 24. nóvember 1897 í Engidal í Skutulsfirði, d. 17. október 1982.

III. Barnsfaðir Pálínu var Sigurður Óli Sigurðsson skipstjóri í Súðavík, síðar í Reykjavík og Öxney á Breiðafirði, f. 2. janúar 1877, d. 8. maí 1946.
Barn þeirra var:
3. Salóme Kristín Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Hólmavík, síðar verslunarmaður í Borgarnesi, f. 12. janúar 1912, d. 1. júlí 2009.

IV. Barnsfaðir Pálínu var Guðmundur Semingsson frá Skinnastöðum í Þingeyrarsókn í Húnavatnssýslu, vinnumaður, bóndi, síðar í Reykjavík, f. 15. október 1854, d. 23. ágúst 1922.
Barn þeirra:
1. Úraníus Guðmundsson vélstjóri, f. 28. desember 1914 í Reykjavík, d. 17. júní 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.