Pálína Arndís Arnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Pálína Arndís Arnarsdóttir frá Birkihlíð 20, húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík fæddist 10. apríl 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Arnar Ágústsson frá Varmahlíð við Vesturveg 18, síðar Miðstræti 21, sjómaður, trésmiður, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997, og kona hans Elín Sigríður Aðalsteinsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 4. júlí 1936 í Reykjavík.

Pálína var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Kópavogs 1964.
Hún var skrifstofumaður.
Þau Kristján Friðrik giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau búa í Smárarima í Reykjavík.

I. Maður Pálínu er Kristján Friðrik Nielsen rafvirki, f. 28. mars 1957 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hans Nielsen mjólkurfræðingur í Reykjavík, f. 27. maí 1911 á Sjálandi í Danmörku, d. 8. mars 1978, og kona hans Hallfríður Kristjánsdóttir Nielsen, húsfreyja, f. 25. október 1917 í Reykjavík, d. 25. júlí 2004.
Börn þeirra:
1. Hallfríður Kristjánsdóttir viðskiptafræðingur, vinnur hjá Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, f. 16. apríl 1981. Maður hennar Einar Guðmar Halldórsson.
2. Arndís Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 31. maí 1984. Maður hennar Ásgeir Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Pálína.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.