Pétur Hjálmsson (Bjarma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2018 kl. 16:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2018 kl. 16:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Pétur Hjálmsson.

Ingi Pétur Konráðs Hjálmsson frá Bjarma, búfræðikandídat, héraðsráðunautur, fulltrúi fæddist 24. ágúst 1929 í Bjarma og lést 2. október 2011.
Foreldrar hans voru Hjálmur Konráðsson kaupfélagsstjóri, f. 23. nóvember 1895, d. 17. desember 1933, og kona hans Sigríður Helgadóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. mars 1903, d. 15. apríl 1954.

Bróðir Péturs var Helgi Hjálmsson framkvæmdastjóri, f. 24. ágúst 1929.

Pétur var með foreldrum sínum í Bjarma 1930. Faðir hans veiktist 1930 í Eyjum, fluttist til Reykjavíkur og lést þar 1933.
Pétur ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.
Hann lauk kandídatsprófi í búfræði á Hvanneyri 1951, var héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings frá 1951 og til 1975 nema árin 1960-1963, er hann var bústjóri á Úlfljótsvatni.
Hann vann við mælingar hjá Búnaðarfélagi Íslands 1969-1980 og var fulltrúi þar frá 1979.
Pétur var framkvæmdastjóri Landssambands hestamanna 1979-1980. Hann var gildur þáttur í starfi margra félaga.
Pétur lést 2011.

I. Kona Péturs, (8. ágúst 1954), var Ólöf Sjöfn Gísladóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 30. nóvember 1936 á Þorvaldseyri, (Vestmannabraut 35).
Börn þeirra:
1. Sigríður Síta Pétursdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 14. desember 1955, gift Hilmari Þór Óskarssyni.
2. Unnur Pétursdóttir húsfreyja, bókari, f. 17. janúar 1957. Maður hennar var Gunnar Benediktsson, d. 11. október 2017.
3. Hjálmur Pétursson húsasmíðameistari, f. 19. mars 1959. Kona hans er Halla Gunnarsdóttir.
4. Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, skólastjóri, f. 31. maí 1961. Maður hennar var Sigurður Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.