Ottóníus Árnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ottóníus Árnason.

Ottóníus Engilbert Árnason frá Eskifirði, sjómaður fæddist 16. nóvember 1895 í Hafnarfirði og lést 26. janúar 1975.
Foreldrar hans voru Árni Friðfinnsson á Hjáleigueyri í Eskifjarðarsókn, f. 7. desember 1846, d. 31. ágúst 1927, og kona hans Sigríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1858, d. 14. september 1924.

Ottóníus var með foreldrum sínum, á Hjáleigueyri 1901, í Nótaskúrnum á Eskifirði 1910.
Hann hóf snemma sjómennsku, með föður sínum. Hann kom fyrst til Eyja 1921, reri þá á Gammi VE 174 með Þorvaldi Guðjónssyni, var á ýmsum bátum fram um 1930. Þá vann hann upp- og útskipunarvinnu, var bátsmaður á uppskipunarbátnum við annan mann, en vegna grunnrar innsiglingar varð að afgreiða skipin á Ytri höfninni. Við hlé á skipakomum reri Ottóníus á dráttarbátnum Helgu VE 180 á fiskveiðar með handfæri og með þorska- og línulóð. Formenn með Helgu voru fyrstu árin Þorsteinn Gíslason frá Görðum og við af honum tók Eiríkur Jónsson í Skýlinu við bátnum.
Árið 1939 réðst Ottóníus háseti á mb. Lunda VE 141 til Þorgeirs Jóelssonar, og með honum var hann í 18 ár, sumar og vetur.
Er Ottóníus hætti sjómennsku réðst hann til Ársæls Sveinssonar til fiskaðgerðar og fleiri starfa. Hann lét af störfum 1965 vegna heilsubrests.
Þau Jónína Hólmfríður giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en áttu kjörbarn. Þau bjuggu á Hofsstöðum við Brekastíg 30. Ottóníus lést 1975 og Hólmfríður 1978.

I. Kona Ottóníusar var Jónína Hólmfríður Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 29. júlí 1897, d. 25. nóvember 1978.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Elín Hildur Guðmundsdóttir, f. 9. mars 1933, d. 20. júní 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.