Oddur Ögmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júlí 2015 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júlí 2015 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Oddur Ögmundsson bóndi fæddist 1787 að Hvoli í Mýrdal og lézt 27. janúar 1837 á Kirkjubæ.
Foreldrar hans voru Ögmundur Björnsson (líklega) bóndi á Hvoli í Mýrdal 1777, f. 1751, d. 16. febrúar 1793 og barnsmóðir hans Ingigerður Árnadóttir ljósmóðir, f. 1764, d. 20. maí 1837.
Oddur var í Dölum 1801, sjálfs sín í Gerði 1812, bóndi í Gerði 2 1816 og á Kirkjubæ 1828 og 1835.
Hann lézt 1837 úr holdsveiki.

Maki I, barnsmóðir: Katrín Oddsdóttir vinnukona í Kornhól, f. 1775, jarðs. 25. nóvember 1827.
Barn þeirra var
1. Magnús Oddsson, f. 19. apríl 1811, d. 24. apríl 1811 úr „Barnaveikindum“.

Maki II, (25. júlí 1813): Ingveldur Magnúsdóttir húsmóðir frá Löndum, f. í Yztabæliskoti u. Eyjafjöllum 2. janúar 1796, d. 13. október 1868 í Eyjum. Hún var systir Magnúsar í Háagarði, móðurföður Magnúsar í Hlíðarási Guðmundssonar. Hún var ekkja hjá syni sínum Magnúsi á Kirkjubæ 1845.
Börn þeirra voru:
2. Sesselja Oddsdóttir, f. 10. ágúst 1815. Mun hafa dáið ung. Dánarskrár vantar 1813-16.
3. Sigurður Oddsson, f. 24. júlí 1817, d. 31. júlí 1817 úr „Vestmannaeyja barnaveiki “, mun vera ginklofi.
4. Þorbjörg Oddsdóttir, f. 11. desember 1819 í Gerði, d. 16. desember úr ginklofa.
5. Magnús Oddsson skipherra, f. 24. október 1822, fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.
6. Oddur Oddsson, f. 12. október 1826, d. 17. október 1826 úr „Barnaveiki“.
7. Þuríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1829, d. 31. október 1903.
8. Ingveldur Oddsdóttir vinnukona, f. 2. nóvember 1831, d. 22. september 1890.


Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson
  • Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur H.F., 1970-1973.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946.
  • Sigfús M. Johnsen: Þórarinn Hafliðason fyrsti mormónatrúboðinn í Vestmannaeyjum. Greinin birt í Bliki 1960.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.