Oddur Þórarinsson (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddur Þórarinsson frá Sjólyst, sjómaður, verkamaður fæddist 2. febrúar 1852 og lést 2. maí 1890.
Foreldrar hans voru Þórarinn Hafliðason trúboði, snikkari, sjómaður, f. 1. október 1825, fórst 6. mars 1852 og kona hans Þuríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1829, d. 31. október 1903.

Börn Þuríðar og Þórarins:
1. Þóranna Þórarinsdóttir, f. 24. september 1850, d. 10. október 1850 „af Barnaveikin“.
2. Oddur Þórarinsson, f. 2. febrúar 1852, sjómaður, vinnumaður hjá Geir Zoega í Reykjavík 1880.
Börn Þuríðar og Jóns Árnasonar:
3. Þórarinn Jónsson, f. 30. janúar 1855, fluttist vinnumaður frá Norðurgarði til Rvk 1874, verslunarmaður hjá Ziemsen, d. 29. mars 1937.
4. Ingigerður Jónsdóttir, f. 4. desember 1857, d. 2. mars 1907.
5. Árni Jónsson, f. 27. apríl 1861, d. 10. maí 1861 „af almennri barnaveiki“.
6. Magnús Jónsson sjómaður, f. 13. september 1862, d. 8. október 1936 í Kanada.

Oddur var nýfæddur, er faðir hans fórst í sjó. Hann var með móður sinni, síðar henni og Jóni Árnasyni síðari manni hennar í Þorlaugargerði.
Oddur flutti til Reykjavíkur 1873 með móður sinni og Jóni, var á skútu og kokkur á Reykjavíkinni, vinnumaður hjá Geir Zoega.
Þau Eggrún munu hafa búið saman um skeið, eignuðust eitt barn.
Oddur lést 1890.

I. Sambúðarkona Odds var Eggrún Eggertsdóttir frá Eyri í Flókadal, Borg., síðar húsfreyja á Ingólfsstræti 23 í Reykjavík, f. 9. nóvember 1853, d. 6. apríl 1933. Foreldrar hennar voru Eggert Gíslason bóndi, f. 30. maí 1811, d. 16. maí 1866 og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir frá Auðsstöðum í Hálsasveit, Borg., húsfreyja, f. 3. október 1814, d. 9. júní 1884.
Barn þeirra:
1. Þórunn Oddsdóttir, f. 11. september 1885, d. 11. febrúar 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.